mánudagur, júlí 01, 2013

Skálanes

Við náðum loksins ferð með óðalsbóndanum & fjölskyldu út í Skálanes. Palli&Erla og co. voru líka með í för þar sem þau voru á sama tíma á Seyðis og Helga nýtti tækifærið og kom með =)
Byrjuðum á bílferðum frá flugvellinum að Austdalsánni og þar skildum við okkar eftir og dreifðum okkur í bílana.
Stoppuðum á ströndinni, skellum upp báli og fórum í sjósund og hlýjuðum okkur við eldinn.
Endaði svo með kvöldmat í Skálanesi eftir að búið var að leggjast í pottinn yrst firðinum...æðislegur dagur, takk fyrir okkur, nokkrar myndir =)

Engin ummæli: