fimmtudagur, júlí 18, 2013

Hveiti & pizza


Ég er smá nörd fyrir pizzagerð og ætli þetta séu ekki yfir 300 pizzur sem ég elda á ári...jafnvel ein á dag ;) Síðustu árin hef ég verið að nota Kornax hveiti og stundum verið í smá samskiptum við þau ef ég rakst á eitthvað sem mér fannst mega fara betur. Þau hafa alltaf brugðist vel við því og í kvöld var bankað uppá hjá mér og fékk ég poka fullan af góðgæti hjá þeim. Mér fannst þetta hálf vandræðalegt því ég er nú ekki stórnotandi en ánægjulegt að fyrirtæki hugsi vel um sína vöru & viðskiptavini. Ég hafði mikinn áhuga á að ná að spjalla við færanda gjafanna og fræðast aðeins um Kornax en það voru nokkrir litlir einstaklingar á fullu á heimilinu sem ég þurfti að sinna, þannig að ég gaf mér lítinn tíma og þakkaði pent fyrir.
Þó ég ætli ekki að segja að hveitið skiptir öllu máli þá er ég mun ánægðari með þetta hveiti heldur en annað sem ég hef prófað og auk þess þykir mér alltaf skemmtilegra að geta verið í viðskiptum við fyrirtæki sem standa mér nær, þó ekki sé nema að þau séu íslensk ;)
Þannig að ég er ánægður viðskiptavinur þeirra og geri ráð fyrir að vera það áfram =)

Engin ummæli: