sunnudagur, ágúst 04, 2013
Baðherbergið bætt
Verslunarmannahelginni var varið/eytt á baðinu. Það var kominn tími til að taka það í gegn: upprunalegar flísar sem voru búnar að skila sínu og innrétting sem okkur dreymdi um að losna við.
Planið var að taka flísar, baðkar & klósettið seinna en Bína kom því í gegn að rífa út baðið líka, sem var mjög gott að hún kom í gegn svona fyrst við vorum að þessu ;)
Það voru allir mjög duglegir að hjálpa: Sunna var dugleg að taka flísar, Sindri braut flísarnar niður í mjöl, Bjartur stúderaði, Dagný söng, Bína náði smá tíma líka, Böddi var ómissandi að festa baðið, Sunna & Dagný máluðu slatta, Reynir pípaði, Þröstur keyrði baðið. Frábært að fá góða hjálp frá góðu fólki þó svo að verkið tók langan tíma og ekki fyrirséð hvenær verður búið...enda ekki áætlað að klára fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli