laugardagur, ágúst 17, 2013

Horft á eftir krökkunum


Keyrði eldri krakkana í skólann því það var svo agalega slæmt veður (í hausnum á Sunnu). Horfði svo á eftir þeim hlaupa í skólann þar sem Sunna elti Bjart sem fór einhverjar lengri leið.
Stundum finnst mér ég ekki vera nógu mikill hluti af þeirra lífi, stundum vildi ég geta gert allt fyrir þau og með þeim...en sem betur fer er ég ekki að hanga of mikið yfir þeim...hver vill hafa foreldra sínu yfir sér þegar verið er að alast upp ;)
En það er ótrúlega gaman að taks sér tíma og þakka fyrir hvað það er skemmtilegt fólk í kringum okkur, það er um að gera að njóta þess...amk aðeins á milli þess sem allt er í gangi.

Engin ummæli: