þriðjudagur, desember 03, 2013

Jóladagatal Bínu 2013


Bína hefur undanfarin ár gefið mér bjór-jóladagatal og það var víst lögnu kominn tími til að ég útbjó dagatal handa henni líka =)

Ég fann útklippanlega pakka á netinu og rétt fyrir desember fór ég í að klippa þá út. Það hefði ég betur gert fyrr því þetta var mun meira verk ég hafði gert ráð fyrir og var ég langt fram á nótt að koma þessu öllu saman...en lærði líka í leiðinni að í hönnunina vantaði "vængi/flipa" á hliðarnar á lokinu sem ég bætti við og urðu kassarnir þá mun lokanlegri.

Það var því súkkulaði og annað góðgæri sem hún fékk á hverjum degi...og síðan var síðasti pakkinn með smá auka =)

Engin ummæli: