mánudagur, september 30, 2002

Eylífðarþreyta í gangi í löppunum mínum þessa dagana. Nóg að gera í skólanum sem og örðu, þannig að þetta eru meira en 12 tíma vinnudagar sumir hverjir. Vísindaferð hjá Nörd á föstudaginn, og massa bandý á laugardaginn, vorum 10 sem mættu og það var gamla góða harkan í spilinu. Pókerkvöld #10 um kvöldið hjá Palla og síðan bærinn, kíti á Celtic og svo á Gaukinn. Verst bara hvað ég er alltaf þreyttur, sérstaklega í löppunum, var mikið að spá í að leggja mig á föstudagskvödið í kæliborðinu í 10-11, en hætti við þar sem Bína vildi ekki leyfa mér það. Swankið komið á skrið, þannig að þetta er allt í fína.

Engin ummæli: