Vá, internetið er ennþá hérna. Vegna framkvæmda á Stúdentagörðunum hef ég verið netsambandslaust í smá tíma...og er enn, verkamönnunum tókst að slíta nettenginguna og eru ekkert að flýta sér að laga það. Ekki nóg með það, heldur er bloggerinn eitthvað með vesen, svona eins og vanalega, held að ég ætti að fara að nota eitthvað annað, sem ég get séð um sjálfur, heldur en að vera háður þeim.
Seinastu helgi helgi var bandýmót NÖRD á föstudeginu, þar sem laugardagstíminn[gulir] fóru með sigur af hólmi eftir mikla baráttu við stelpnaliðið sem tvísýnt var hvernig myndi enda. Pizzupartý hjá Pönk um kvöldið, en ekkert djamm. Fórum út að borða á laugardaginn á Ítlalíu með Monsa og frú, Mikka og frú og Berki, síðan smá bjór og bara farið heim.
Helgin var bara róleg, kíktum á Monsa á Ástu í gær og spiluðum, bara rólegheit. Síðan ætlum við Swankarar að hittast hjá Bjözza í kvöld og fara í yfir stöðu mála, þetta er svona frekar rólegt, en sjáum hvað gerist í kvöld.
sunnudagur, september 22, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli