Fór á föstudgainn og hitti útskriftarnema. Dró Bínu meira að segja með mér, hún var nú ekki alveg viss hvort hún ætti að mæta, en kom síðan, reyndur hefur enginn tekið með sér maka, en mér er alveg sama, hinum hlítur að vera það líka. Síðan var farið á bjórkvöld Nörd, en stoppað studd, enda planið að drekka á laguardaginn.
Laugardaginn hófst með bandý. Bjözzi og Siggi mættu, Björn tórði nú ekki nema nokkrar mín., en Siggi gat hlaupið út tímann. Síðan fórum við í Bláa Lónið...að þeirra ósk, verð að viðurkenna að mér finnst þessi drullupollur frekar ómerkilegur. Borga 1000 kall fyrir að liggja í drullu og síðan þrífur maður sig hátt og lágt eftir í von um það að ná þessu ógeði af sér, en það gerist ekki fyrr en eftir 2 þvotta til viðbótar. En þetta var ágætt. Kvöldiðnu var svo fagnað með bjór þar sem minn endaði allt of fullur að segja fólki að hoppa uppí rassgatið á sér, þannig að ég dró Bínu með mér heim. Enda var hún líka blindfull og ældi í eitthvað blómabeð...það átti það kanski ekki skilið, en hafði bara gott af því, betra heldur en að fá sígarettustubba!
Kominn þriðjudagur, smá pirringur í gangi hjá Swank mönnun þar sem lítið er að gerast, en vonum að þetta fari í fastari skorður, ég verð brjálaður ef þetta rennur út í sandinn áður en það byrjaði. Bjallaði í lækninn, og vitir menn, allt í gúddí...ég er hættur að fara til læknis, það er aldrei neitt að mér!
þriðjudagur, september 10, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli