fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Búinn að finna mestallt af myndunum aftur, tókst að eyða þeim sökum fávisku minni um daginn. Þarf aðeins að vinna upp 3 albúm. Er búinn að vera að setja upp nýja iMac fyrir Óla, og var loksins að fá nægilegt magn leikja í hendurnar til að gleðja hvaða strák sem er...ég meðtalinn. Vonandi fer að styttast í æfingar aftur, þetta er búið að vera ágætis frí í 3 vikur frá æfingum. Skólinn byrjar í næstu viku held ég, og ég er að klára seinustu dagana í vinnunni...Bína hefur nokkurn veginn sætt sig við að ég skyldi vera kominn með 2 vélar heim til hennar, aðalega vegna þess að hún hefur getað horft á DVD, en ég þori ekki enn að skylja hana og viðhaldið eftir tvær saman, það gæti endað illa :)

Engin ummæli: