miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Það er aðeins of erfitt að koma af næturvakt og fara beint í skólann. Þarf víst að taka eina viku í viðbót í næturvöktum, vona samt að ég fái kvöldvaktir, annars verður þetta mjög slæm vika, og þá aðallega skólalega séð.
Fórum á Eldsmiðjuna í kvöld og fengum okkur pizzu. Ég og Bína þurfum að klára ágúst og sumarið með skyndibita í hvert mál...? Að vana fæ ég mér pizzu Eldsmiðjunnar, D, og Bína fékk sér Y, eitthvað el Loco, mjög athyglisverð pizza, inniheldur meðal annars kjúkling og hnetur, ein af þessum pizzum sem bragast ekki eins og hefbundnar pizzur, heldur svona meira eins og hollur og góður matur.

Engin ummæli: