fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Engin smá hálsbóla, var/er líklegast vírus, þ.s. ég fékk einhverja sýkingu í augað um helgina.

Var annars í rigningarveðri í bústað með Tóta, Lilju & Svölu. Gerði nú mest lítið þar nema reyna að sofa...sem var aðalega á daginn. Síðan fórum við Bína austur á sunnudaginn í þann mund sem veðrið fór versnandi á suðurlandinu. Sól og blíða f. austuan á mánudegi og við höfðum það bara náðugt fyrir austan. Keyrðum svo heim á miðvikudaginn. Helga hringi í mig þegar við vorum komin á Akureyri og spurði hvort ég ætlaði ekki að taka tölvuna með mér...þetta er eins og að gleyma barninu sínu. Þanngi að henni var komið í 1.st class flug þannig að ég sótti hana um leið og ég kom í bæinn á flugvöllinn. Síðan var farið beint heim í Hafnarfjörinn í pottinn, og afgangar af helgarmatnum kláraðir...fínt að borða osta í heitum potti eftir 9 tíma keyrslu.

Nú er maður kominn hálf matarlaus aftur í vinnuna. Fór í búð áðan og horfði á samlokur & langalokur og hugsaði með mér að frekar myndi ég svelta heldur en að borða þetta rusl. Þannig að ég og Bjözzi ætlum að hittast eftir vinnu, en hann svaf yfir sig og er á vakt matarlaus, og elda eitthvað.

Engin ummæli: