föstudagur, ágúst 09, 2002

Ég og Bjözzi fórum í nótt og versluðum okkur hammara og elduðum. Síðan spiluðum við Warcraft 3 við hvorn annan, og tölvuna, það var gaman :) litlu tölvunördarnir. Fórum svo að sofa kl 5 og vöknuðum báði kl 11 en þorfum hvorugur að hringja í hinn, vildum leyfa hvor öðrum að sofa út :) síðan var farið á runktinn um tónlistarbúðir borgarinnar, verið að leita að hinu og þessu f. bandið.
Bína var að bjalla áðan, þá var hún stödd í Herra Hafnarfirði og þar voru dökkbrúnar flauelsbuxur á góðu verði og henni vantaði buxnastæðina sem ég nota. Hafði ekki hugmynd um það, þannig að upphófs mikil leit að stærðinni í buxunum sem ég er í. Gat ómögulega séð afan á sjálfan mig, þannig að Skúli vinnufélagi aðstoðaði mig við að líta niður í buxurnar aftan frá, eins gott að enginn sá til okkar, en það stóð ekkert þar. Hélt því á klósettið og komst að því að stærðin er 33/32 sem er í stærra lagi á mig, en betra er að hafa fötin aðeins of stór heldur en of lítil ;)

Engin ummæli: