laugardagur, júlí 20, 2002

Búinn að fá nóg af skyndibitasamlokum, langlokum, pastabökkum & kjötlokum. Þetta fer bara illa í mig, verð bara að hafa fyrir því að smyrja mér nesti sjálfur. Svaf ekki nema 6 tíma og ætlaði að leggja mig í kvöld en ákvað að elda frekar pizzu. Get nartað í hana í nótt og Bína getur fengið sér þegar hún kemur heim í nótt af djamminu. Fór útí búð til að kaupa ger...og gleymdi því auðvitað, keypti bara fullt af öðru =) en reddaði því, notaði bara bjór í staðinn í botinn og það var fínt =)

Engin ummæli: