fimmtudagur, júlí 25, 2002

Hmmm...júlí að verða búinn, merkilegt nokk. Þetta er ekki lengi að líða. Nú er bara að ath. hvort maður fari að vinna eitthvað í vetur, eða dundi sér bara í skólanum. Annars mest lítið að frétta, gleymdi reyndar straumbreytinum f. lappann þannig að ég er ekki á kafi í tölvunni í nótt, bara að skoða netið og horfa á Hallmark. Þar má nú finna merkilegustu kellingamyndir. Hreyfingarleysi er reyndar farið að segja til sín, ekki verið nema eitt útibandý í sumar, það er alltof erfitt að smala mönnum saman, vantar alveg sterkari kjarna. En það styttist í opnun á íþróttahúsinu jibbí =)

Engin ummæli: