miðvikudagur, apríl 10, 2002

Hvernig ætli sé að vakna einn daginn beinalaus, það þurfti einhver lækasonur að eyðileggja þessa pælingu fyrir mér með því að uppljóstra því að maður lifir það ekki af...líffræðingurinn ég var ekkert að spá í því. En fyndin pæling samt. Gæti verið eins og boneless chicken í Cow&Chicken, alltaf verið að segja brandara á sviði...reyndar liggjandi á sviðinu með míkrafóninn :)

Hvað er lífið gott, ekki bara vegna þess að það stendur á kók flöskum þessa dagana, heldur vegna þess að ég get farið í rúmið með tölvuna.

Íslendingar eru hálfvita, vegna þess að þeir geta ekki lært að tala rétt á að aðlaga málið að þeim. Nú á að setja orðið talva inn jafnt orðinu tölva, þá held ég ætti bara að samþykkja þágufallsýki...fólk er fífl.

Engin ummæli: