sunnudagur, júní 30, 2002

Vaktin í gær varð ekki eins erfið og ég bjóst við. Reyndar bara mjög góð. Sibba og Símon kíktu í heimsókn og Bína kom þegar Símon fór. Þær fóru svo saman á djammið, en voru að hittast í fyrsta skiptið. Þær höfðu víst nóg að tala um, og ég var víst umræðuefnið var mér sagt, held þó að það hafa bara verið til að gleðja mig :) en gaman að því samt að þeim komi vel saman.
Fékk Bjözza til að leysa mig aðeins af í 2 tíma á eftir á meðan ég skutla Gauta og co. til Keflavíkur, annað árið í röð, en þau eru á leið til Austurríkis með pabba að hitta Jóhann og co.
Á enn nóg af mat sem Bína kom með handa mér í gær, varð ólýsanlega glaður þegar hún kom með hann, en hef ekki enn klárað neitt, bara byrjaður á skúffukökunni, á allt annað eftir + pizzaafgangar síðan við vöknuðum kl 4.

Engin ummæli: