fimmtudagur, maí 02, 2002

Kíkti í stúdíó um helgina, og ég er kominn með nýja vöru efst á óskalistann. Pro Tools, þvílík snilld. Tónlist er núna fullkomlega auðskiljanleg... í tölvunni :) og allt með mjög þægilegu umhverfi. Þetta verður vonandi gjöfin frá mér til mín í USA, get þá farið að snúa mér aftur að tónlist í staðn fyrir að eyða tíma í skóla og svona...a.m.k. í sumar, verð víst eitt ár til viðbótar í HÍ, enda er það fínn staður...enn um sinn, en held að það sé best að fara að klára þetta af og snúa sér að einhverju öðru.

Engin ummæli: