föstudagur, febrúar 04, 2005

Fjölskyldubíllinn

Loksins varð af því að við fengum okkur nýjan bíl. Okkur er búið að dreyma um að versla einn Renault Scenic í meira en ár. Á miðvikudaginn fórum við í B&L í þeim erindagjörðum að versla nýja afturþurrku á Clio-inn gamla. Daginn eftir ókum við af planinu á 2003 árgerð af Renault Scenic. Það var bara einfaldara að drífa í því að fá sér þennan bíl, þ.s. það var nú dagskrá að gera það fyrir sumarið. Við erum rosalega ánægð með gripinn og ekki spurning að næsti bíll verður sama týpa, bara nýrri árgerð =)

Engin ummæli: