sunnudagur, október 31, 2004

Vegamót og leikhús

Starfamannafélag í vinnunni ákvað að fara á Vodkakúrinn með Helgu Brögu og Steini Ármanni um daginn. Við skelltum okkur á Vegamót út að borða, í annað skipti í mánuðinum eftir mjög mikla ánægu með fyrri ferðina. Við vorum ekki svikin, prufuðum bæði nýja rétti og vorum södd og sæl þegar við gegnum út af staðnum. Síðan var haldið á sýninguna sem okkur fannst þegar upp var staðið fín, ekkert meistaraverk en við höfðum mjög gaman af persónum og leikendum :) Helga Braga stóð fyrir sínu og persónur Steins Ármanns voru mjög góðar á köflum þannig að við vorum sátt við kvöldið :)

Engin ummæli: