miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Myrkir dagar um helgina

Þá verður haldið austur á Daga Myrkurs á Seyðisfirði um helgina. Þar verður Afturganga í ljóslausum bænum, leiksýning, hryllingsbíó, kalla- og kellingakvöld, miðlar, myrkraball og útlit fyrir hryllilegt stuð =) Fjölskylduna hlakkar til að komast í gott yfirlæti hjá Helgu ömmu og öðrum á Múlavegnum. Farið verður á hádegi á föstudaginn og ekki komið aftur til borgarinnar fyrr en á hádegi á mánudegi svona til að gera sem mest úr þessari helgarferð, enda kostar sitt að flúga innanlands á Íslandi í dag. Líklega verður þessi ferð í staðin fyrir jólaferðina austur, en í staðin fáum við kanski Helgu ömmu til að kíkja í heimsókn í staðin og kíkja á Bjart =)

Engin ummæli: