mánudagur, apríl 21, 2014

Páskar með Helgömmu


Það var afskaplega notalegt að hafa Helgömmu í heimsókn um páskana og krakkarnir ekki leiðir að hafa hana hjá sér frá morgni til kvölds.
Loksins voru egg lituð...gott ef það var ekki gert síðast með henni líka =)
Heimsóknir, leikir og gönguferðir og síðan voru allt í einu páskanir búnir og hún farin...allir náðu að halda sér nokkuð vel á flugvellinum og enginn neitt of illa grátinn eftir að kveðja hana ;)

Engin ummæli: