miðvikudagur, apríl 09, 2014

Bingódagurinn mikli


Það var vel pakkað í Víðistaðaskóla þegar að páskabingóið var haldið í dag. Bjartur, Sunan & Dagný voru með í för og fundum við okkur pláss í glugganum. Það var mikill hiti & spenna í spilurum og ekki langt frá því að vera eins og á bestu rokktónleikum þegar að spurt var reglulega hvort ætti að spila eina tölu í viðbót =)
Það tókst að koma öllum verðlaunum út á endanum og við rétt komumst heim til að leggja af stað í páskabingó Skátanna seinnipartinn, þannig að þetta var sannarlega bingódagurinn mikli =)

Engin ummæli: