mánudagur, janúar 23, 2012

Karate-Bjartur


Bjartur kláraði fyrstu gráðunina sína í karate á síðasta ári. Það var rosalega gaman að sjá hvað krakkarnir voru flottir og samstilltir. Hann segist nú aðeins vilja vera í þessu til að fá fjólubláa beltið (uppáhalds liturinn)...en það er svo sem jafn góð ástæða og hver önnur. Á meðan hann mætir og hefur gaman að þessu er það bara besta mál. Fékk svo galla á nýju ári þannig sem hann tekur sig rosalega vel út í og verður gaman að sjá hvernig karateiðkun hans verður. Hann er flottur þegar hann klæðir sig heima og tekur æfingar, þannig að ég bíð bara spenntur eftir næstu gráðun að sjá hann.

Engin ummæli: