þriðjudagur, júní 05, 2012

Bjartur 8 ára


Hann var hæstánægður með að fá að halda afmælið sitt í Ævintýragarðinum með vinum sínum (bekknum, einum öðrum og svo fengu systkini hans að koma líka ;). Sem betur fer vorum við með kökur með okkur því þau hámuðu pizzurnar fljótt í sig, enda vel svöng eftir daginn. Síðan var hoppað, hlaupið, grátið, leikið og ég veit ekki hvað þarna út um allt.
Um kvöldið var hann svo þreyttur að hann lagist útaf á eldhúsbekkinn og steinsofnaði =)

Engin ummæli: