sunnudagur, júní 17, 2012
Þjóðhátíðardagurinn
Veðrið varð merkilegt gott miðað við hvernig spáði. Héldum að það þyrfti jafnvel pollaföt en það ringdi ekkert, bara sól og blíða.
Slepptum göngunni í ár og fórum beint niður á Víðistaðatún þar sem var leikið og fengið sér nammi áður en við settumst í brekkuna og horfðum á skemmtiatriðin.
Krakkarnir fóru reyndar að leika sér og kíkja uppað sviði, enda skemmtilegra að vera nálægt.
Síðan var haldið í kaffi til Bekku&Bödda seinnipartinn þar sem við náðum í einhverja þó við værum full sein fyrir, enda vorum við að reyna að ná öllum skemmtiatriðunum og Bjartur ekki alveg að skilja hvað það ætti að þýða að vera með kaffi á þessum tíma ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli