þriðjudagur, júní 19, 2012

Rómeó & Júlía


Við skelltum okkur á 10 ára afmælissýningu á Rómeó & Júlíu hjá Vesturporti. Það hefur oft staðið til að sjá þessa sýningu og vel við hæfi að ná þessari 10 ára afmælissýningu þar sem við erum einmitt 10 ára ;)
Fengum sæti á sviðinu sem var mjög skemmtilegt að sitja og horfa fram í salinn. Sýningin var frábært og ég væri alveg til í að sjá hana aftur...jafnvel eftir 10 ár ;)
Ætli ég verði ekki að setja hana í fyrsta sæti með Faust en ég get ekki alveg gert uppá milli þeirra.

Engin ummæli: