þriðjudagur, júní 19, 2012

Fjölskyldudagur Víðivalla 2012


Veðrið rétt slapp, það dropaði á okkur og hitinn var rétt nægur þannig að ekki þurfti að klæða sig of mikið. Slapp meira að segja til að Sirkus Íslands gat verið í sínu vanalega dressi og var það hin mesta skemmtun jafnt fyrir börn og fullorðna (ekki síður þá eldri ;)
Nokkurhunduruð pyslur sem við grilluðum ofan í liði og þetta er orðið mjög smurt hjá okkur, enda margir vanir.
Síðan gátum við keypt gjafir fyrir skólann fyrir Skógardeildina sem verður næsta skólaár uppí Kaldárseli og frábært að þessi hugmynd sé loksins orðin að veruleika 2 árum eftir að við héldum að hún yðri. Verður gaman að sjá hvernig skólinn þróast með tilkomu útideildarinnar.

Engin ummæli: