föstudagur, júní 08, 2012

Krakkarnir í vinnuna


Tók eldri krakkana í vinnuna og höfðu þau mjög gaman að. Skottuðumst um hæðirnar í ratleik og síðan fóru stelpurnar að horfa á bíó á meðan Bjartur sökkti sér í tölvuverið sem var sett upp á neðstu hæð.
Dagný var nú hálf hrædd við Sprota þegar hann mætti en hin tvö höfðu gaman að því að "leika við hann" (toga í skottið á honum og hlaupa í burtu flissandi).
Frábært framtak hjá skemmtinefndinni og á leiðinni heim var spurt hvenær við færum aftur í vinnuna til pabba ;)

Engin ummæli: