mánudagur, júní 04, 2012

Austur með stelpunum


Þær eru miklar vinkonur þessar skvísur og rosalega duglegar. Þær fengu að fara með mér austur og hitta Helgömmu á meðan ég var á fermingarmóti og það fór nú ekki mikið fyrir þeim. Á leiðinni í vélinni hitti ég Tomma Tomm og spjallaði við hann alla leiðina á meðan stelpurnar dunduðu sér.
Á Seyðis voru þær bara í góðu yfirlæti hjá Helgu og hitti ég þær varla aftur fyrr en á sunnudagsmorgninum þegar þær báðu um leyfi til að fara út að hoppa. Komu reyndar strax aftur inn að klæða sig betur og ég fór nú einhverntíman fram og bað þær um að hafa ekki svona mikil læti (nágrannanna vegna) en þær hoppuðu fram að hádegi ;) Sunnu hafði tekist að suða trampólínið út daginn áður ;)
Ekki leiðinlegt fyrir þær báðar að eiga góða systur =) Vonandi haldast þessi vinabönd um ókomna tíð hjá þeim.
Nokkrar myndir náðust frá helginni.

Engin ummæli: