laugardagur, júní 16, 2012

Allt Um Póker.com - 1 árs


Fyrir ári síðan opnuðum við Elli AlltUmPóker.com sem griðarstað fyrir pókerefni sem við höfum verið að safna saman meðfram pókerklúbbnum.
Það hefur nú ekki mikið gerst þarna þetta fyrsta ár, en þetta er ágætis byrjun ;)
Í tilefni dagsins bauð ég heim í spil og þangað mættu Bjólfsmenn, fyrrverandi vinnufélgar, nágrannar og vinir.
Bjólfsmenn fóru nú að skjóta á mig að ég væri nú ekki lengur með heppnisstimpilinn á mér og ætti bara að hætta þessu þannig að ég fékk Lady Luck í lið með mér og tókst að næla mér í annað sætið með amk 3 höndum sem ég grísaði á að tapa ekki. Ég var reyndar helvíti kaldur í nokkur skipti að blöffa en þegar ég hélt á 23 á móti Timbrinu og var búinn að byggja upp góðan pott og setti hann næstum allan inn hélt ég að nú væri þetta búið. Hafði skell inn það hárri upphæð að hann gat ekki annað en sett allt sit út. En hann gaf frá sér spilið og af sérstökum kvikindisskap var ég að sýna honum höndina sem bætti ekki einu sinni borðið...ekki mjög fallega gert en það var "sætur" pottur fyrir mig.
Þannig að fyrsta (árlega) afmælismót AlltUmPóker.com gekk bara vel fyrir sig, þó svo að það hafi tekið 5 tíma að klára 8 manna borð. Það var ekki að ástæðu lausu að 16. júní var valinn til að tryggja að alltaf væri frí daginn eftir og vonandi verður næsta mót enn betra, veglegra og skemmtilegra og þakka þeim kærlega sem mættu ;)

Engin ummæli: