sunnudagur, júní 03, 2012
Fermingarmót 2012
Í tilefni 20 ára fermingarafmælis var haldið bekkjamót hjá '78 árgangnum frá Seyðisfirði. 10 ár síðan við hittumst síðast og mest lítið breyst...nema við höfum elst um 10 ár, sumir með minna hár og meiri bumbur og margir orðnir hálf gráhærðir foreldrar ;)
Það var byrjað á því að hittast og skála á Öldunni á föstudeginum í sól og blíðu. Ánægjulegt að sjá fjörðinn í góðu veðri aftur...allt of langt síðan ég hef verið í sólinni þar. Um kvöldið var grillað hjá Ólu Lomm og tekið á því fram eftir nóttu.
Á laugardaginn slepptum við róðrakeppninni og skellum okkur út á Skálanes sem var frábær ferð þar sem Hjalti mætti á rútunni og Óli var leiðsögumaður allan tímann og ánægjulegt að fatta loksins út á hvað þetta gengur hjá honum.
Síðan var það Sjómannadagsball og daginn eftir hittust þeir sem gátu í þynnkumat á sjoppunni áður en haldið var heim.
Frábær hópur og frábær helgi og vel við hæfi það var ákveðið að hittast næst eftir 5 ár svo það líði ekki of langt á milli og við verðum ekki jafn vör við að hversu mikið við höfum elst í hvert skipti...þó svo að við sem vorum þarna tókum reyndar ekkert eftir því en aðrir sem heima sátu og skoðuðu myndir fannst við eitthvað ellileg...enda er heimasetufólkið allt sköllótt og með bumbu =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli