sunnudagur, júlí 18, 2004

Brúðkaup

Helgin hefur einkennst af ákaflega góðu veðri. Á föstudaignn skruppum við skötuhjúin í tívolíið hjá Smáralind. Fórum í parísarhjólið og bollana og gott ef ferðin í þeim var ekki hraðari en í fyrra, en aldurinn(foreldratitillinn), farinn að segja til sín því ég var ákaflega slappur eftir allan snúninginn.
Á laugardaginn fór svo fram brúkaup Gústa&Ösju á ættaróðali nýbakað bónda að Kaldárhöfða. Athöfnin fór fram í litlum garði sem var í fullum blóma í góðu veðri. Brúðarterta var svo borin fram í tjaldi fyrir ofan bæinn og var umhverfið alveg meiriháttar. Sólin læddist á bakvið ský á meðan á athöfninni stóð, sem margur þáðu þar sem hitinn var helst til mikill yfir hádaginn. Um leið og hjónin voru gefin saman og sýslumanni kom sólin fram og baðaði nýgift hjónin í geislum sínu. Síðar var svo borinn fram grillmatur og áttu sumir í mestum erfiðleikum að hætta að borða, því maturinn var góður, en pláss hjá mönnum var ekki nægilegt þannig að hægt og rólega dró úr matarferðum. Þetta var æðissleg athöfn og voru allir ákaflega ánægðir með daginn og óskum við nýgiftum hjónum aftur innilega til hamingju og baráttukveðjur þegar erfinginn lætur sjá sig eftir nokkrar vikur =)

Engin ummæli: