sunnudagur, júlí 04, 2004

Foreldrafríið búið

Er minn ekki bara orðin pabbi og alsæll með litla kútinn sinn. Drengurinn byrjaði að gera vart við komu föstudaginn 4. júní, og mætti svo á svæðið tíu mínútur yfir tólf 5. júní 2004. Allt gekk að óskum og vorum við komin heim samdægurs þar sem ömmur, afar og aðrir fjölskyldumeðlimir kíktu við næstu daga og síðan fengu vinir að koma þegar að brjóstamjólkin var komin. Litli kallinn dafnar vel og kann ákaflega vel við lífið og tilveruna hjá foreldrum sínum. Á morgun verður hann 1 mánaða gamall og einnig er þá lokið mánaðar fríi sem ég er búinn að njóta með mæðginunum. Haldið verður áfram með fæðingarorlof í jólamánuði og næsta sumar þegar kallinn er farinn að verða fær í flestan sjó. Lífið heima er bara yndislegt og hafa nýbakaðir foreldrar það mjög gott enn þar sem drengurinn er mjög svefngjarn og vær og vonumst við foreldrar hans að það haldist sem lengst. Eftir viku verður hann svo skírður og þá loksins getum við hætt að passa okkur að missa ekki út nafnið hans í viðurvist annara.

Engin ummæli: