mánudagur, maí 31, 2004

Góð hvítasunnuhelgi

Helgin var ákaflega góð og mér fannst hún vera mjög löng og þeim mun betri. Tókst að hlaupa úti á laugardags- og sunnudags morgunn þar sem ég var árrisull, sem var ákaflega gott að hreyfa sig aðeins þar sem laugardagsbandýið er komið í sumarfrí. Jóhann kom í smá heimsókn á föstudagskvöldið, í grill, og færði okkur rauðvín og kom með myndbandsupptökuvélina sem hann keypti handa okkur í USA. Það voru grísalundir á boðstólum og ákaflega gott að vanda. Á laugardeginum kíktum við í nýju íbúðina hjá Bödda&Bekku og spiluðum svo Catan við Bödda um kvöldið. Á sunnudeginum kíktum við í Catan til Hörpu&Guðjóns og hittum það nýja erfingjan hana Matthildi. Í dag var svo enn einn rólyndisdagurinn, enda eru sumir farnir að bíða eftir að einhverjir láti sjá sig og það styttist í að væntanlegur komutími renni upp...en líklegt að við gætum þyrft að bíða eftir að hátíðardagur renni upp?
Þannig að helgin var bara í heildina góð og stórmerkilegt að halda hátíðlegan þann dag sem "Guð" gaf Móses boðorðin 10.

Engin ummæli: