laugardagur, maí 22, 2004

1. blóðgjöfin

Loksins komst ég til að gefa blóð. Ástæðan var reyndar sú að blóðbíllinn var staddur fyrir utan Smáralindina í dag. Ég hafi nú einhverjar áhyggjur að verða slappur eftir gjöfina en þetta var minna mál en ég hélt og hef ekki orðið var við neitt, en líklegast er nú þolið ekki í fullri hleðslu með minna blóðmagn. Annars erum við bara að taka lífinu með ró þessa síðustu daga fyrir fjölgun en þá verður líkast til lítill tími til að liggja og slappa af tímunum saman =)

Engin ummæli: