mánudagur, maí 10, 2004

Böddi gamli

Á föstudagskvöldið fórum við skötuhjúin í afmælisveislu til Bödda og Bekku, en Böddu hélt uppá eitt gott árið í viðbót. Það var grillað lamb og setið að áti og öldrykkju fram eftir kvöldi. Okkur köllunum tókst að torga þónokkrum bjórum og komnir í góðan fíling þegar við Bína héldum heim á leið. Til tals kom að Böddi sæi nú ekki framá að hafa tíma til að spila golf, eitthvað voru aðrir nú að spá hvort hann myndi taka golfspil fram yfir barnabarnið þegar sumarið væri komið í öllu sínu veldi.

Engin ummæli: