laugardagur, maí 29, 2004

Styttist í EM

Þá fer að líða að EM í fótbolta 2004 í Portúgal. Ég ætla að taka áhættu á að veðja á heimamenn muni mæta Frökkum í úrslitaleik, hvort þeir nái svo að sigra Frakkana er annað mál. Ætla einnig að giska að Spánverjar nái ekki að komast uppúr sínum riðli og að Grikkir komist áfram með heimamönnum. Frakkar munu halda áfram og segi ég að Englendingar komist líka áfram. Búlgarar, Ítalir, Tékkar og Þjóðverjar fara einnig áfram.
Í 8 liða úrslitum ætla ég að segja að Þjóðverjar fari áfram og tapi fyrir heimamönnum og Tékkar tapa 4 liða úrslitum fyrir Frökkum. Nú er bara að sjá hversu nálægt maður kemst raunveruleikanum...en þetta er nú bara spurning um að hafa það gott í júní með fótboltaglápi og Carlsberg....og jafnvel að einhver muni horfa með mér =)

Engin ummæli: