þriðjudagur, maí 04, 2004

Dauðans drykkur

Það kemur fyrir að ég fæ mér kakó í vinnunni (eftir að ég fékk þér upplýsingar frá Albert að hægt væri að fá kakó úr kaffivélinni) svona þegar að svalt er úti. Í gær valdi ég, reyndar fyrir slysni, KakóKaffi...hugsaði bara með mér að best væri að prófa þ.s. maður er nú farinn að eldast þá er bara fínt að reyna ath. hvort kaffið er ekki farið að höfða til manns. Bragðið var viðbjóðslegt, í gegnum sætt kakóbragðið ylmuðu viðbrenndu kaffibaunirnar en smökkuðust sem viðbrenndar kaffibaunir. Hálfur bolli og ég gafst upp. Það sem eftir lifði degi var ég að drepast í maganum og með bragðið af viðbrenndu kaffibaununum á tungunni. Kaffi er einn sá viðbjóðslegasti drykkur sem ég veit um og ég vorkenni líkömum fólks sem hefur vanið sig á þennan óþverra.

Engin ummæli: