laugardagur, maí 15, 2004

Stórafmæli hjá Bínu

Á sunnudaginn síðasta hélt Bína mín uppá stórafmæli og erum við nú 50 ára saman. Dagurinn byrjaði snemma þar sem von var á gestum fyrir hádegi. Það var svona eftir hádegis brunch og mætti fullt af fólki sem gæddi sér á dýrindis súpu og ostakökum í eftirrétt. Bína fékk fullt af flottum gjöfum og þar á meðal gasgrill frá stelpunum þannig að okkur var boðið í læri um kvöldið hjá okkur með því skilyrði að við elduðum sem var gert í glampandi sólskyni og endaði dagurinn á fínusta grillmat og afslappelsi um kvöldið eftir langan dag.

Engin ummæli: