sunnudagur, maí 16, 2004

Stafsetning.is

Athafnamenn á Íslandi eru að taka saman íslenskan yfirlestrarfítus fyrir makkann sem er kærkominn viðbót fyrir jafn íslenskufatlaða menn eins og mig. Það að skrifa bréf á ensku og fá um leið röng orð undirstrikuð hefur reynst mér vel, en verst er bara að það er sjaldan sem enskan en brúkuð. Þetta gæti einnig bætt málfar mitt hér á síðunni minni til muna þar sem ég skrifa, eða pikka, oft hér án þess að lesa yfir og læt hvaða vitleysur standa hér. Enda finnst mér lítið mál að skilja orð þar sem flestir stafirnir eru til staðar, það er fljótgert að raða þeim í viðkomandi orð og stend ég mig stundum að því að snúa þannig réttum orðum uppí eitthvað óskiljanlegt í texta þar sem allt er löglega gert. En frábært framtak og ég vona að þessi hugbúnaður verið brátt að raunveruleika =)

Engin ummæli: