laugardagur, maí 01, 2004

Heilmikill vinnudagur

Það tók mig góðan tíma að koma nýju vinnuvélinni upp og keyrandi þróunarumhverfið. Fyrst hafði ég gleymt einni semikommu (;) en það var ekki nóg, þá tók við annar eltingaleikur sem strákarnir í vinnunni uppgötvuðu loksins að var ein lítil skrá sem þurfti að vera á rót vélarinnar. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um og var bara vitneskja sem menn geyma í skyndiminni, óþarfi að vera að skirfa allt hjá sér. En þegar þessu ævintýri var lokið gat ég loksins farið að vinna, þótt klukkan væri reyndar orðin 4. En það voru 2 góðir vinnutímar sem ég náði. Við Bína fórum síðan og keyptum Toy Story, Toy Story 2 og Monsters Inc. á tilboði í Skífunni. Ég nota það sem afsökun að verið sé að versla þetta fyrir ungviðið =) Síðan tókum við dýrindis pizzuveislu á Eldsmiðjunni og fórum heim að liggja yfir sjónvarpinu.

Engin ummæli: