sunnudagur, apríl 18, 2004

Litla hryllingsbúðin og Siam

Á föstudaginn fórum við að borða á Siam í friðinum sem við höfðum heyrt góðar sögur af og stóðust þær allar. Maturinn var rosalega góður og við yfirgáfum staðinn pakksödd og sæl. Ferðinni var heitið í Garðabæ þar sem við fórum á uppsetningu FG á Litlu Hryllingsbúðinni. Aðal ástæða þess að við fórum var sú að Hrefna Bóel er plantan og skilaði hún sínu óaðfinnanlega. Sýningin var frábær og það eina sem betur hefði mátt fara að sýna hefi mátt í einhverju stórleikhúsi því gæðastimplinn var alveg á við stórleikhús. Þegar við komum heim dró Bína fram disk af uppfærslu Borgaleikhússins, og að okkar mati fór FG með sigur í flestum lögum, þetta var rosalega flott hjá þeim =)

Engin ummæli: