laugardagur, apríl 17, 2004

Feitikallinn ég

Loksins, loksin eru 80 kílóin staðreynd. Þetta er búið að vera erfitt að bæta við sig, en síðan að ég og Bína hittumst hefur mér tekist að bæta við mig 10kg sem ekki veitti af =)
Ég þakka þetta að miklu leiti honum Hómer félaga sem alltaf er hvatning í mataráti =)
Seinasta hálfa árið hefur einnig verið tekið vel á því og mötuneyti Hugar hefur þar átt góðan þátt í því að ég hef oft náð 2 stórmáltíðum á dag í staðin fyrir að hafa bara góðan kvöldverð. Einnig hefur eldamenskan enn verið fyrir 4 manns þannig að ég hef verið duglegur að borða mikið...og afganga, takk allir =)

Engin ummæli: