föstudagur, apríl 16, 2004

Komin með kerruvagn

Þá er höfuðverkur minn á enda v/ innkaupa á barnavagni eða barnakerru. Ég var nú ekkert svo lengi að skilja muninn á vagni og kerru en þá flæktist þetta með nokkrum ferðum í barnavagnabúðir, eða barnakerrubúðir, sem enduðu á því að ég reyni ekki einu sinni að muna hvort er hvað. Í gær tók Bína sig til og fann 2 vagna á netinu sem við skoðuðum í gær og keyptum annan. Spöruðum þónokkuð og hans smellpassaði í bílinn, þannig við spöruðum heilmikið því þá getum við notast við bílinn áfram án mikilla óþæginda =)

Engin ummæli: