sunnudagur, mars 06, 2005

Tíminn fýgur...

...þegar mikið er að gera. Óðinn Bragi hélt upp á eins árs afmæli um helgina og við Krílin kíktum í veislu til læknafjölskyldunnar.
Fjölskyldan fór svo á laugardagsrúntinn, þar sem farið var á Devitos, verslaðar bækur í Perlunni og matur fyrir kvöldið. Símon&Ásta komu suður með Ara Björn og hittumst við í vikunni og á laugardagskvöldið.
Í dag var svo bara letilíf framan af degi, Bjartur var nú eitthvað að þrjóskast við að fara að sofa en tók sér síðan smá lúr. Fórum á rúntinn og tókum myndir af Bjarti í Hafnarfjarðarsveitinni, en líklega vorum við nú komin inn í Garðabæ sem virðist umlykja fjörðinn. Bíllinn fékk góðan þvott og síðan var rólegt kvöld hjá okkur feðgum á meðan Bína fór að hitta vinkonur sínar. Bjartur var nú sofnaður þegar Bína fór, þannig að smá tiltekt og Rocky 5 var kvöldið hjá mér =)

Engin ummæli: