mánudagur, nóvember 07, 2005

Svefnleysi

Helgarfríið á Seyðisfirði var allt og fljótt að líða, jafnvel þótt við mættum á fimmtudegi og fórum ekki fyrr en á mánudegi. Við hefðum alveg verið til í a.m.k nokkra daga heima á Múlaveginum =) Við náðum að hitta á Grím og foreldra þegar við kíktum í kvöldheimsókn í Garð. Grímur samþykkti ekkert annað en að taka þátt í kjaftaganginum og fékk að hoppa svoldið um líka. Þeir félagar, Bjartur og Grímur, hittist á fimmtudeginum og sýndi mikla tónlistarhæfileika þegar þeir tvímenntu á píanóið í Garði.
Ari Björn og Bjartur fóru saman í íþróttir með fleiri krökkum og léku sér svo saman á sunnudaginn. Ari Björn keyrði Bjarti í flotta bílnum sínum og sýndi okkur kisuna sína, en passaði nú líka uppá að Bjartur væri ekkert að leika sér of mikið að dótinu sínu. Símon og Ásta buðu okkur svo í gæs á sunnudagskvöldið sem endaði í nokkrum bjórum og værum blundi þegar heim var komið. Vonandi verðum við nú aftur á Seyðis um áramótin.
En nú er maður kominn aftur heim og alltaf nóg að gera, enda farið að styttast til jóla og það er nóg sem þarf að undirbúa og skipuleggja í jólagjafamálum. Stefnan var nú hjá mér að versla allar jólagjafirnar á netinu, og fá þeir bara sendar heim þannig að ég þyrfti ekki að fara í búð, en það urðu nú bara nokkrar sem voru pantaðar á endanum...þetta hefst kanski einhver jólin( þegar maður er orðinn of gamall til að fara í búð ). Kóngulóarbandið er eitthvað að spá í að koma jólalagi í spilun í ár þannig að það er alltaf nóg annað að gera heldur að skirfa eitthvað röfl hérna og merkilegt hvað mér tekst aldrei þessa dagana að koma mér í rúmmið fyrr miðnætti er löngu liðið...

Engin ummæli: