laugardagur, febrúar 27, 2010

Hún sér ei sólina fyrir henni

Ég, Sunna og Bjartur fórum í búð í dag. Bjartur var á leið í afmælisveislu og í leiðinni var Sunna með gamla duddu meðferðis. Hafði hún gefið Dagnýju allar duddurnar sínar en hélt þessari eftir og hafði verið ákveðið að nota hana til að borga fyrir Ariel dúkku sem við sáum daginn áður. Hún var hæstánægð með dúkkuna og meira en fús að láta af hendi síðustu dudduna í staðin fyrir uppáhalds prinessuna sína sem tekur nú þátt í einu og öllu með henni þessa dagana =)

Engin ummæli: