fimmtudagur, apríl 19, 2012
Sumardagurinn fyrsti
Fyrsti sumardagur var tekinn snemma þegar að yngsti fjölskyldumeðlimurinn vildi ekkert vera að eyða "morgninum" í eitthvað hangs í rúmminu. Hann fékk nú samt að liggja aðeins uppí þangað til að Dagný mætti og þá var ekkert annað að gera en að byrja daginn með hafgragraut.
Restin skreið svo á fætur á aðeins eðlilegri tíma og síðan var haldið niður á Víðistaðatún þar sem eldri krakkarnir fóru í víðavangshlaup. Stelpurnar hlupu saman og passaði Sunna vel uppá litlu systur: leiddi hana allan tímann og hjálpaði henni upp þegar hún datt. Það var ekkert verið að stressa sig yfir að vera fyrstar heldur bara að vera saman.
Bjartur hljóp svo aðeins lengri leið og þar var takmarkið bara að komast á leiðarenda. Ég var með myndavélina á lofti og hafði gaman að því að heyra hann á spjallinu við bekkjarbróður sinn...það voru engar áhyggjur af því að vera í forystu, enda var hann alveg með það á hreinu að hann var 4 síðasti og sáttur við með sitt.
Ég hafði nú ekki vit á því að klæða mig í hlaupagallann og taka 2km hlaup...kannski á næsta ári ;)
Smá slökun fram eftir degi og fórum svo í kaffi til Bödda&Bekku þar sem ég hlýddi Bjarti og fór í sófann eins og ég geri ALLTAF að hans sögn...sem er jafnvel rétt...en það bara svo rosalega gott að leggja sig í honum ;)
Út að borða og svo fengu allir ís...góður dagur, góð byrjun á sumri.
Efnisorð:
bjartur,
Dagný,
fjölskyldan,
hafnarfjörður,
krakkarnir,
sindri,
sunna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli