föstudagur, apríl 20, 2012
Vatnaveröld
Það er góð fjölskylduferð að skella sér í bílinn, keyra inn í Reykjanesbæ, sund í Vantaveröld og borðað á KFC á eftir...þetta höfum við gert nokkru sinnum og gerðum um daginn.
Vatnaveröld er mjög hentugur sundstaður þegar börnin eru lítil og geta þau haft endalaust gaman að. Reyndar lenti Sunna í að fá sund-körfluboltaspjald ofan á sig og hefði getað endað illa, en ég var sem betur fer nærri og allt fór vel...starfsmaður kom um leið og sagði að þetta gerðist þar sem að botnin sem að hélt spjaldinu læki. Ég var of upptekinn til að benda viðkomandi á að fjarlægja þetta á meðan það væri gert við þetta..
En það voru allir sáttir við ferðina og ekki síður sáttir við að fara á KFC sem hefur RISA stórar klifur- og rennibrautarsvæði sem að verður reynar oft til þess að lítil eirð er að sitja og borða...en það skemmta sér allir vel ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli