mánudagur, apríl 02, 2012

Páskaeggjaleit


Það var góður hópur af krökkum sem leitaði að páskaeggjum í Hellisgerði eftir vinnu. Baldvin Hrafn og Gústaf Bjarni fóru snemma og földu eggin og síðan mættum við eftir vinnu og þó svo að ekki nema 4 vinkonurnar hittust voru 13 börn sem hlupu út um allt Hellisgerði í ágætis veðri og fundu öll eggin. Reyndar var lengi leitað að auka eggi þangað til að uppgötvaðist að Sindri var með það ;)

Engin ummæli: